Fill in your increase or decrease of Vitamin D supplements
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
ZinoShine+ |
0
|
sinnum í viku |
Xtend/Xtend+ |
0
|
sinnum í viku |
BalanceOil+/Vegan/AquaX |
0
|
sinnum í viku |
Protect+ |
0
|
sinnum í viku |
Essent+ (gelhylki) |
0
|
sinnum í viku |
Frá öðrum birgi - sinnum í viku |
0
|
sinnum í viku |
Fill in your increase or decrease of Vitamin D supplements
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
ZinoShine+ |
0
|
sinnum í viku |
Xtend/Xtend+ |
0
|
sinnum í viku |
BalanceOil+/Vegan/AquaX |
0
|
sinnum í viku |
Protect+ |
0
|
sinnum í viku |
Essent+ (gelhylki) |
0
|
sinnum í viku |
Frá öðrum birgi - sinnum í viku |
0
|
sinnum í viku |
Dagsetning:
Land:
Kyn:
Dagsetning:
Land:
Kyn:
Samkvæmt EFSA:
1. DHA stuðlar að því að viðhalda eðlilegri heilastarfsemi
2. EPA og DHA stuðla að eðlilegri hjartastarfsemi
Samkvæmt EFSA hefur D-vítamín eftirfarandi áhrif:
3. stuðlar að eðlilegu frásogi/nýtingu kalsíums og fosfórs
4. stuðlar að eðlilegu kalsíummagni í blóði
5. stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina
6. stuðlar að viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfsemi
7. stuðlar að viðhaldi eðlilegrar tannheilsu
8. stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins
9. gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu
Omega-3 úr sjávarfangi er nauðsynlegt fyrir heilbrigði og þroska barna. Allar frumur í líkamanum þurfa á þessum nauðsynlegu fitusýrum að halda – allt frá fæðingu, á unglingsárunum og vel fram á fullorðinsaldur. Þar sem Omega-3 fitusýrur úr sjávarfangi eru svo mikilvægar fyrir þroska barna er lögð aukin áhersla á að tryggja inntöku þeirra í næringarráðleggingum um allan heim. Samt sem áður borðar aðeins lítill minnihluti barna nóg af hágæða fiskmeti.
DHA (dókósahexensýra) ásamt EPA (eikósapentensýra) eru tvær mikilvægustu Omega-3 fitusýrurnar, þegar kemur að næringu. Þessar sérhæfðu fitusýrur stuðla að eðlilegum vexti og þroska hjá börnum eins og augn- og heilaþroska og hafa fjölmörg önnur heilsufarsleg áhrif. Báðar fitusýrurnar eru nauðsynlegar í mismunandi magni en eru jafn mikilvægar þar sem þær vinna saman í flóknu ferli.
Bestu uppsprettur Omega-3 úr sjávarfangi eru lax, makríll, túnfiskur og síld, og fiskmeti stuðlar almennt að góðri heilsu. Til að tryggja að við fáum nóg af næringarefnum gera flestar evrópskar fæðuleiðbeiningar ráð fyrir tveimur skömmtum (að lágmarki) af fiski á viku fyrir börn og unglinga.
BalanceOil er fæðubótarefni sem inniheldur pólýfenóla (andoxunarefni) og D-vítamín og stuðlar að jafnvægi omega fitusýra. Það inniheldur nærandi magn af EPA og DHA omega-3 úr sjávarfangi til að styðja við eðlilegan þroska heila og ónæmiskerfis í börnum. Þökk sé háu andoxunarinnihaldi tryggir hver skammtur, mikilvægt magn af nauðsynlegum fitusýrum miðað við einstaklingsbundna þyngd barnsins (0,20 ml á hvert kíló líkamsþyngdar).
Þótt matur sé ákjósanlegasti kosturinn getur það verið erfitt fyrir ung börn að borða 2-3 skammta af fiski á viku. Þess vegna er í auknum mæli lögð áhersla á fæðubótarefni sem innihalda fiskiolíu sem góða leið til að fylla í eyður í fæðuþörfum barna, sérstaklega ef það er gert með einstaklingsbundinni nálgun sem byggir á lífmerkjum.
Er einhver á þínu heimili matvandur líka?
Góðar venjur byrja snemma á lífsleiðinni. Þú getur gert ýmislegt til að hvetja barnið þitt til að prófa nýja fæðu.
Matvendni er börnum meðfædd og er sú tilhneiging kölluð nýjafælni. Varkárni barnsins þíns er merki um sjálfsbjargarviðleitni og er fullkomlega heilbrigð eðlishvöt. Hvað ef þú værir til dæmis beðinn um að smakka tvo óþekkta matarbita. Þér er sagt að annar þeirra sé óætur og gæti verið eitraður og þú verður að komast að því hvorn þeirra, sé óhætt að borða. Hvernig myndir þú bera þig að? Sennilega myndir þú skoða bitana vandlega, taka þá upp, þefa af þeim og kannski narta smá, þar sem þessi fyrstu kynni munu auðvitað valda þér kvíða. Það sama á við um barnið þitt. Þessi fullkomlegu heilbrigðu og eðlilegu viðbrögð eru ástæðan fyrir því að það eru mistök að bjóða barninu þínu upp á stóra prófunarskammta og það gæti dregið úr viljanum til að prófa nýjan mat. Flestir sérfræðingar munu því segja þér að bjóða upp á bita sem eru svo litlir að það er bókstaflega hægt að blása þá af fingri barnsins.
Fleiri góð ráð: Bjóddu fiskbita sem er á stærð við fingurnögl. Hvettu barnið þitt með því að segja eitthvað á borð við: „Þetta er auðvelt. Þú getur borðað þetta á augabragði!“ Þegar barnið þitt hefur smakkað fiskbitann skaltu strax bera fram aðra fæðu sem þú veist að barninu þínu líkar við. Við síðari máltíðir skaltu smám saman auka magn fisksins og draga úr uppáhaldsfæðunni sem þú býður á eftir.
Í þágu góðrar heilsu skaltu reyna að tryggja að daglega máltíðir barnsins innihaldi að minnsta kosti eina auðuga uppsprettu af Omega-3 fitusýrum úr sjávarfangi. (Þetta gildir raunar líka um okkur sjálf). Reyndu að bjóða upp á feitfisk á borð við fisktaco, túnfisksamlokur eða laxabökur. Sum matvæli eru með viðbættri DHA en ekki EPA. Við þurfum báðar gerðir!