Fill in your increase or decrease of Vitamin D supplements
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
ZinoShine+ |
0
|
sinnum í viku |
Xtend/Xtend+ |
0
|
sinnum í viku |
BalanceOil+/Vegan/AquaX |
0
|
sinnum í viku |
Protect+ |
0
|
sinnum í viku |
Essent+ (gelhylki) |
0
|
sinnum í viku |
Frá öðrum birgi - sinnum í viku |
0
|
sinnum í viku |
Fill in your increase or decrease of Vitamin D supplements
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
dagar í viku
ZinoShine+ |
0
|
sinnum í viku |
Xtend/Xtend+ |
0
|
sinnum í viku |
BalanceOil+/Vegan/AquaX |
0
|
sinnum í viku |
Protect+ |
0
|
sinnum í viku |
Essent+ (gelhylki) |
0
|
sinnum í viku |
Frá öðrum birgi - sinnum í viku |
0
|
sinnum í viku |
Dagsetning:
Land:
Kyn:
Dagsetning:
Land:
Kyn:
Samkvæmt EFSA:
1. DHA stuðlar að því að viðhalda eðlilegri heilastarfsemi
2. EPA og DHA stuðla að eðlilegri hjartastarfsemi
Samkvæmt EFSA hefur D-vítamín eftirfarandi áhrif:
3. stuðlar að eðlilegu frásogi/nýtingu kalsíums og fosfórs
4. stuðlar að eðlilegu kalsíummagni í blóði
5. stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina
6. stuðlar að viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfsemi
7. stuðlar að viðhaldi eðlilegrar tannheilsu
8. stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins
9. gegnir hlutverki í frumuskiptingarferlinu
Mælingar og útreikningur
Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að mynstur fitusýra í blóðfitu í blóðrás endurspeglar fituinntöku þína og tengist heilbrigðisástandi þínu [23, 24, 25, 26, 27]. Fitan í blóðinu endurspeglar þær tegundir fitu sem líkami þinn hefur til að búa til orku og þróa frumur, þar með talið frumuhimnur, svo og vefi. Nauðsynlegu fitusýrurnar Omega-6 línólsýra (LA) og Omega-3 alfalínólensýra (ALA) verða að koma úr fæðunni þar sem líkaminn er ekki fær um að framleiða þær sjálfur. Hinni nauðsynlegu Omega-6 línólsýru (LA), sem fæst úr fæðu, er breytt í Omega-6 arakídónsýru (AA) í líkamanum. Hinni nauðsynlegu Omega-3 alfalínólensýru (ALA), sem fæst úr fæðu, er breytt í Omega-3 eikósapentensýru (EPA) og Omega-3 dókósahexensýru (DHA) í líkamanum, eins og sýnt er á mynd 1. Hins vegar breytist ALA, sem er fengið úr grænmetisfæði, ekki í EPA og DHA að nægilega miklu marki í líkamanum. Þess vegna verður líkaminn að fá EPA og DHA með beinni inntöku sjávarafurða.
Omega-6 og Omega-3 fitusýrur eru geymdar í frumuhimnum. Þegar Omega-6 og Omega-3 fitusýrur eins og Omega-6 arakídónsýra (AA), Omega-3 eikósapentensýra (EPA) og Omega-3 dókósahexensýra (DHA) losna úr frumuhimnum er þeim breytt í öflug staðbundin „hormón“. Þessi staðbundnu „hormón“ stjórna bólgu og vöðvasamdrætti sléttra vöðva um allan líkamann. Það er framleiðsla þessara staðbundnu „hormóna“ úr fitusýrunum sem eru undanfarar þeirra, AA, EPA og DHA, sem ákvarðar hvort mataræði viðkomandi sé bólgumyndandi eða bólgueyðandi. Langvarandi bólgumyndandi mataræði getur haft afar neikvæð áhrif á heilsu þína.
Góð hjartaheilsa grænlenskra eskimóa leiddi vísindamenn til að ætla að mikil fiskneysla gæti verið verndandi [28]. 20 ára löng rannsókn, meðal 852 miðaldra hollenskra karlmanna sem borðuðu a.m.k. 30 grömm af fiski á viku, sýndi fram á góða hjartaheilsu þeirra miðað við karlmenn sem ekki borðuðu fisk [29]. 30 ára löng rannsókn á yfir 2.100 karlmönnum í Chicago sem borðuðu a.m.k. 35 grömm af fiski á dag sýndi einnig fram á góða hjartaheilsu þeirra miðað við þá sem borðuðu engan fisk [30]. Ein mikilvægustu áhrif Omega-3 EPA og DHA úr sjávarfangi á hjartaheilsu er geta þeirra til að koma í veg fyrir sleglatif og þar með hjartastopp sem forvörn og sem annars stigs forvörn [31].
Mynd 1. Efnaskipti Omega-6 línólsýru (LA) í Omega-6 arakídónsýru (AA) og Omega-3 alfalínólsýru (ALA) úr jurtum í Omega-3 EPA og DHA úr sjávarfangi
Hlutfall omega-3 EPA og DHA er mikilvægt úrslitaatriði í mörgum heilsuvandamálum, sérstaklega lífstílstengdum heilsuvandamálum. Fyrir frekari upplýsingar um hlutfall omega-3 og sjúkdóma, vinsamlegast lestu vísindagreinarnar í tilvísunarnúmerunum; [6, 8, 32]. Omega-3 eikósapentaensýra (EPA) er mikilvægasta omega-3 fitusýran í vöðvum og lifur, en omega-3 dókósahexaensýra (DHA) er ríkjandi í augum, sæði og heilaberki. Omega-3 fitusýran DHA er nauðsynleg fyrir heilbrigðan þroska heila og sjónhimnu, einkum í fyrirburum, þar sem hún telur um 40% af fosfólípíðum í himnum heilans. Rétt neysla DHA hefur verið tengd mörgum heilsuávinningum þ.m.t þroska heila og sjónhimnu, öldrun, myndun minnis, himnuvirkni taugamóta, ljósnæm lífmyndunarvirkni og taugaverndar. [10, 33, 34].
Mynd 2. Mataræði sem er í ójafnvægi og er bólgumyndandi
Mynd 3 sýnir að á meðal fyrstu 45.331 einstaklingssýna sem voru greind á rannsóknarstofu okkar var meirihluti með Omega-6 (AA)/Omega-3 (EPA) ójafnvægi og þurfti að bæta mataræði sitt. Niðurstaðan er sú sama eftir greiningu 400.000 sýna (miðað við tölur í júní 2019).
Mynd 3. Omega-6 (AA) / Omega-3 (EPA) jafnvægi ætti helst að vera undir 3:1, ásamt því að vera með ákjósanlegt Omega-3 gildi.
Eðlilegt jafnvægi Omega-6 og Omega-3 er mikilvægt til að viðhalda eðlilegri frumu- og vefjaþróun (samvægi) og það hjálpar líkamanum einnig við að halda bólgum í skefjum. Þessar fitusýrur eru undanfarar staðbundinna „hormóna“ á borð við prostaglandín, leukotríen og þromboxön, sem stjórna bólguferlum auk samdráttar og slökunar á sléttum vöðvum.
Ójafnvægi á milli Omega-6 og Omega-3 hefur verið greint í mörgum lífsstílstengdum heilsuvandamálum. Til að fá nánari upplýsingar um Omega-6/Omega-3 ójafnvægi og sjúkdóma skaltu lesa vísindagreinarnar með tilvísunarnúmerin 7, 12 og 16. Gott bólgueyðandi mataræði sem stuðlar að jafnvægi milli Omega-6 og Omega-3 fitusýra er mikilvægt fyrir heilsu allra þungaðra kvenna og barna þeirra, þar sem þróun heila og taugakerfis barnsins krefst mikils magns af Omega-6 og Omega-3 fitusýrum í réttu jafnvægi, sem verða að koma frá móðurinni [35, 36]. Gott jafnvægi á milli Omega-6 og Omega-3 fitusýra styður við geðheilsu og taugastarfsemi, heilbrigt hjarta og blóðrásarkerfi, maga, þarma og lungnastarfsemi og jafnvel heilbrigða húð (sjá Rannsóknir, þróunarverkefni innanhúss).
Mynd 4. Mataræði í jafnvægi
Arakídónsýra (AA) er mikilvægasta Omega-6 fitusýra líkamans. Omega-6 virkjar framleiðslu staðbundinna vefjahormóna, svo sem prostaglandína, trómboxana og leukotríena. Þessi vefjahormón eru ein af orsökum bólgumyndunar og valda miklum sársauka. Bólga er lífeðlislegt ferli sem gerist sem svar við sýkingu eða meiðslum. Almennt hlutverk bráðrar bólgu er að verja líkamann gegn skemmdum með því að takmarka framvindu sýkingarinnar eða áhrif meiðslanna. Viðvarandi (krónísk) bólga getur valdið líkamanum skaða.
AA-stuðullinn sýnir mælt gildi Omega-6 fitusýrunnar arakídónsýru (AA) sem prósentuhlutfall af öllum þeim fitusýrum sem mældar eru. Góð meðalgildi eru á bilinu 6,5 til 9,5% með kjörgildið 8,3%. Sumir einstaklingar hafa erfðafræðilega tilhneigingu til AA-stigs undir 5% (á gula eða rauða sviði kvarðans), en aðrir til stigs yfir 10% (á gula eða rauða sviði kvarðans). Það gæti verið gott fyrir fyrri hópinn að auka neyslu á fæðu sem er rík af arakídónsýru (AA), t.d. eggjum og kjötafurðum frá dýrum sem eru eingöngu fóðruð á korni, svo sem kjúklingi, en seinni hópurinn getur haft hag af því að forðast mataræði sem er ríkt af AA.
AA-hlutfallið er þáttur í mörgum útreikningum okkar og ef AA-gildið þitt er undir 5% eða yfir 12% getur það haft óæskileg áhrif á sum af gildunum sem sjást í niðurstöðu prófsins.
Mynd 5. Kjörgildi (%) arakídónsýru er 8,3%
Mynd 5 sýnir að af þeim 42.489 einstaklingssýnum sem greind voru á rannsóknarstofunni, var meirihluti sýna með ákjósanlega skilvirkni við myndun arakídónsýru (AA). Niðurstaðan er sú sama eftir að hafa metið 369.000 sýni miðað við apríl 2020.
Lágt AA-stig getur stafað af skertri ensímvirkni við nýmyndun AA (mynd 1) eða ófullnægjandi neyslu Omega 6 línólsýru (LA) sem rekja má til mataræðis sem skortir fitu eða er fiturýrt. Lítið magn af AA getur leitt til tíðari sýkinga eða seinkað sáragræðslu [37, 38].
Mynd 6 sýnir Gegnumflæði frumuhimnu fyrstu 45.329 sýnanna sem greind voru í rannsóknarstofum okkar, meirihluti þeirra var í ójafnvægi og ætti að breyta mataræði sínu. Þessi niðurstaða er en sú sama eftir að hafa greint 400.000 sýni (í júní 2019).
Mynd 6. Gegnumflæði frumuhimnu ætti helst að vera undir 4:1
Samsetning frumuhimna og uppbygging þeirra er mikilvæg fyrir heilsu frumanna og þ.a.l. fyrir líkamann. Annars vegar þarf himnan að vera nógu stíf til að veita trausta umgjörð fyrir uppbyggingu frumunnar. Hins vegar þarf himnan að vera nægilega gegndræp til að hleypa næringarefnum inn og úrgangi út, sem og að leyfa lausa fljótandi viðtaka í tvöföldu fosfólípíða lagi sínu. Viðtakar í tvöföldu fosfólípíð laginu eru móttakarar eða tengistöðvar fyrir hormón og önnur lífvirk næringarefni sem hafa áhrif á líf frumanna. Dæmi um þetta eru kólesteról agnir sem flytja fitusýrur og aðrar fituagnir frá lifur út til frumanna. Gula próteinið ofan á kolesteról ögninni (mynd 7) er að tengjast viðtaka á yfirborði frumuhimnu til að skila af sér fitusýrum og öðrum fituögnum til frumunnar. Ákjósanlegt er að viðtakarnir séu hreyfanlegir á yfirborði frumuhimnunar "eins og bátar fljótandi í á".
Mynd 7. Lausir fljótandi frumuviðtakar og kólesteról ögn sem ber fitusýrur og aðra fituagnir í blóðinu frá lifur til allra frumna líkamans
Mynd 8 sýnir að samkvæmt mælingu á „Hugrænum styrk“ á meðal fyrstu 45.331 einstaklingssýnanna sem greind voru á rannsóknarstofu okkar, var meirihluti þeirra í ójafnvægi og ætti að breyta mataræði sínu. Niðurstaðan er sú sama eftir greiningu 400.000 sýna (miðað við tölur í júní 2019).
Mynd 8. Hugrænn styrkur ætti helst að vera undir 1:1
Myndin hér að neðan sýnir að lækkun á þessu gildi hefur veruleg áhrif á fjölda þátta sem tengjast skapi og vellíðan [39]. Það eru margvíslegar vísbendingar um að ójafnvægi í hlutfalli fitusýra geti valdið þunglyndi [40, 41]. Omega-3 EPA og DHA úr sjávarfangi getur einnig gegnt geðstillandi hlutverki [42, 43].
Dagleg gjöf 3 g af Omega-3 EPA og DHA í 3 mánuði minnkaði verulega tilfinningar eins og reiði og kvíða meðal fíkniefnaneytenda samanborið við lyfleysuhóp [44]. Nokkrar klínískar rannsóknir sýna að hugrænn árangur batnar með aukinni neyslu á bólgueyðandi Omega-3 EPA og DHA úr sjávarfangi [45, 46, 47]. Barnæska og elli eru tvö mikilvæg og viðkvæm lífsskeið og framboð Omega-3 (EPA og DHA) úr sjávarfangi er grundvallaratriði fyrir góða heilastarfsemi. Á þessum tímabilum er Omega-3 skortur tengdur námsörðugleikum og minnisleysi auk áhrifa á lundarfar.
Möguleg virkni getur verið að þegar taugafrumur eru örvaðar með taugaboðefnum, þá losna bæði Omega-3 (EPA+DHA) úr sjávarfangi og Omega-6 arakídonsýrur (AA) úr fosfólípíðum í himnum og efnaskiptast í heilanum og geta af sér hópa af lífvirkum efnasamböndum á borð við prostaglandín, þromboxön, leukotríen, lípóxín, resolvín og prótektín, þ.á.m. taugaprótektín D1 sem er án DHA. Þessi lífvirku staðbundnu „hormón“ geta mótað og haft áhrif á nokkrar leiðir sem tengjast taugaboðefnum, svo sem serótónín og noradrenalín sem hafa áhrif á hraða hjartasamdrátta, asetýlkólín sem hefur áhrif á viðvarandi athygli og dópamín sem hefur áhrif á verðlaunastýrt nám í heilanum [48, 49, 50].