PRÓFUNARAÐFERÐ
Topics
switcher
Prófunaraðferð

Ný og einföld aðferð hefur fundist til að greina fitusýru prófíl blóðs (án úrdráttar fitu). Aðferðin hefur verið staðfest með rannsóknum og er jafn nákvæm og hefðbundin blóðsýnataka úr bláæð. Með þessari nýju aðferð eru einungis nokkrir blóðdropar teknir úr fingurgóm, sjá myndir hér að neðan, þeir eru síðan látnir þorna og sendir í greiningu.

Fullum línuleika í svörunarstuðli gasmælinga 11 stakra fitusýra er haldið frá C14 til C24 með sýnum á bilinu 15-75 μg. Þessi nýja aðferð til að greina fitusýrur í blóði er samþykkt til næringarrannsókna.

Fitusýrusamsetning blóðfitu endurspeglar fituneyslu okkar og rannsóknir hafa sýnt að þessi fitusýru prófíll er sterk vísbending um heilsufar viðkomandi. Það er vegna þess að samsetning blóðfitunnar endurspeglar þær fitutegundir sem líkaminn hefur úr að moða til að byggja upp frumur, vefi og frumuhimnur.

Þessar 11 fitusýrur sem mældar eru: Palmitínsýra (PA), Sterínsýra (SA), Olíusýra (OA), Línólsýra (LA), Alfalínólensýra (ALA), Gammalínólensýra (GLA), DihomoGamma línólensýra (DGLA), Arakídónsýra  (AA), Eikósapentensýra (EPA), Dókósapentansýra (DPA), Dókósahexensýra (DHA).